MSST3MR03 - Múr- og steypuviðgerðir

Í áfanganum er fjallað um skemmdir og viðgerðir á steinsteyptum byggingum og mannvirkjum. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að varðveita byggingarsögulegt gildi húsa á sama tíma og reynt er að koma til móts við kröfur nútímans um endingu, þægindi og brunavarnir með hliðsjón af lögum og reglum. Farið er yfir greiningu á múr¿ og steypuskemmdum, niðurbrot og endurnýjun burðarvirkja og annarra byggingarhluta, fyrirbyggjandi viðhald m.m. Nemendur læra um gerð og uppsetningu algengustu kerfispalla. Kennslan er aðallega bókleg en einnig verkleg þar sem við á hverju sinni. Lögð er áhersla á smærri verkefni, sýnikennslu og heimsóknir í fyrirtæki og á vinnustaði. 

Slóð á áfanga í námskrá