NÝSK2HA05 - Nýsköpun

Markmið áfangans er annarsvegar að nemandinn skilji samspil nýsköpunar og hagnýtingu þekkingar og hinsvegar geti nýtt sér aðferðafræði og hugmyndafræði nýsköpunarmenntar. Nemendur skoða hvernig tækninýjungar, vísindauppgötvanir og niðurstöður rannsókna ýmissa fræðigreina hafa haft áhrif á tækni, atvinnulíf og samfélag innanlands, innan heimsálfunnar og hnattrænt. Jafnframt velta þeir fyrir sér framtíðinni. Þeir læra að vinna með eigin hugarsmíð, skipulega eftir verkferli nýsköpunar með því að leita að þörfum í umhverfinu, finna lausn og hanna afurð einir og með öðrum. Siðferðileg ábyrgð sköpunar og hagnýtingu þekkingar er skoðuð í tengslum við hugverkarétt, einkaleyfi, heimildir og mismunandi miðlunarform s.s. á netinu. Viðfangsefnin tengjast ýmsum fræðigreinum auk reynslu og áhuga nemenda. Áhersla er lögð á virka þátttöku, að nemendur vinni sjálfstætt í samvinnu við aðra, geti miðlað niðurstöðum, útskýrt og rökstutt. 

Slóð á áfanga í námskrá