RÖKR3VC04 - Rökrásir 2

Nemendur öðlast þekkingu á uppbyggingu og notkun iðntölva PLC eða PAC og notkunarmöguleikum þeirra. Þeir fá þjálfun í forritun samkvæmt staðli IEC 61131-3 um forritunarmál, hönnun og greiningu á einföldum iðnstýrikerfum og tengingum þeirra. Áhersla er lögð á að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota t.d í skynjararásum. Nemendur fá einnig innsýn í skynjaratækni sem er notuð með iðntölvum PLC og PAC.

Slóð á áfanga í námskrá