SAGA2LS05 - Listasaga

Listasagan er rakin og stiklað er á stóru í evrópskum sjónlistum frá fornöld til nútímans. Ljósi er varpað á tengsl ólíkra listsviða og þá einkum byggingarlist, málaralist, og höggmyndalist og munu nemendur nýta sér fjölbreytilega miðla við upplýsingaleit og framsetningu verkefna. Lögð verður áhersla á að greina eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Stefnt er að því að nemendur verði færir um að meta ólíka list á gagnrýninn og sjálfstæðan hátt, öðlist grunnkunnáttu til að lesa algeng tákn og merkingu út úr listaverkum og geti að einhverju leyti lagt mat á fagurfræðilegt gildi þeirra. Kennsla fer fram með fyrirlestrum kennara en jafnframt vinna nemendur verklega að eigin málverkum og greinargerð um þær stefnur og tímabil sem tekin eru fyrir og kynna niðurstöður hver fyrir öðrum. Nemendur læra um helstu stílbrigði sjónlista á afmörkuðum tímabilum í sögu Evrópu, tæknilegar og félagslegar forsendur listsköpunar á hverjum tíma.

Slóð á áfanga í námskrá