SÁLF3SM05 - Geðheilbrigðissálfræði

Fjallað verður um geðraskanir, svo sem kvíða, þunglyndi, geðklofa, átraskanir og fíkn. Farið í helstu kenningar um orsakir þeirra. Einnig er fjallað um streitu og leiðir til að takast á við hana. Helstu meðferðarform verða tekin fyrir og nemendur prófa hvernig fást má við neikvæðar hugsanir og auka jákvæðar hugsanir. Nemendur vinna heimildarverkefni tengt geðröskunum og þurfa þar að afla heimilda m.a. frá ritrýndum fræðigreinum á ensku. Meginmarkmið áfangans er að nemendur auki þekkingu sína og skilning á geðheilsu og læri að afla sér frekari heimilda á fræðilegan hátt. 

Slóð á áfanga í námskrá