SJÓR2SA04 - Sjóréttur - lagaumhverfi sjávarútvegs og siglinga

Nemendur kynnast lagaumhverfi sjávarútvegs og siglinga, þ.e. helstu lögum og reglum um siglingar og útgerð og þá sérstaklega því sem lýtur að hlutverki, ábyrgð og skyldum skipstjórnar- og vélstjórnarmanna. Fjallað er um meginatriði löggjafar og réttarheimilda um varnir gegn mengun sjávar auk þess sem vikið er að uppbyggingu alþjóðlegs og fjölþjóðlegs samstarfs á vettvangi SÞ (Sameinuðu þjóðanna), ESB (Evrópusambandsins) og EES (Evrópska efnahagssvæðisins). Nemendur skulu m.a. öðlast grunnþekkingu á helstu réttarreglum um siglingar og útgerð, á meginreglum vinnuréttar og skaðabótaréttar og á reglum um vátryggingar í skiparekstri. Sérstaklega er fjallað um lög og reglur, gerð og búnað, skráningu og eftirlit með skipum. Fjallað er um réttindi yfir skipum, réttindi og skyldur skipverja samkvæmt sjómannalögum, um skiprúmssamninga og um lögskráningu. Fjallað er um efni helstu alþjóðasamþykkta sem eru í gildi, um helstu tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins á sviði siglinga svo og um íslenska löggjöf á þessu sviði, með áherslu á fiskveiðar og fiskiskip. (Model course 7.03, Competence: 3.6.1.3).

Slóð á áfanga í námskrá