SMÍÐ1VB05 - Málmsmíðar 2 - handavinna

Nemendur skulu öðlast þjálfun í notkun og meðferð verkstæðisvéla, svo sem fræsivéla, borvéla og tækja til plötuvinnu og þekkingu og færni í beitingu spónskurðartækja. Þeir öðlast ennfremur þekkingu á efnisfræði málma og færni til að velja stál og meðhöndla það á réttan hátt. Þeir læra að notfæra sér staðla og flokka til að finna réttan málm eða málmblöndu til nota við tæknileg úrlausnarefni hverju sinni. Nemendur þekki grunnatriði við formun smíðamálma og mótun, varmameðhöndlun á stáli og málmþreytu. Nemendur skulu þekkja til helstu plastefna sem notuð eru í málmiðnaði. 

Slóð á áfanga í námskrá