SMÍÐ2VB05 - Málmsmíðar 3 - sjálfstætt smíðaverkefni

Nemandinn velur verkefni í samráði við kennara og gerir vinnuteikningar og smíðar hluti eða búnað með nákvæmni sem krafist er almennt við smíði vélbúnaðar. Beitt er aðferðum þar sem krafist er kunnáttu og færni í rafsuðu og rennismíði og beitingu handverkfæra, smíðavéla og tækja. Að auki er dýpkuð þekking nemenda á spennum af völdum álags á málmhluti af algengri lögun. 

Slóð á áfanga í námskrá