SPÆN1LT05 - Spænska 3. Lokaáfangi

Byggt er á þeirri undirstöðu sem nemandinn hefur aflað sér í undanförum. Unnið er að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Textar verða smám saman lengri og þyngri. Orðaforði er aukinn, nemendur þjálfast í nýjum málfræðiatriðum og að mestu er lokið við að fara yfir grundvallarþætti spænska málkerfisins. Frásagnir í nútíð og þátíð eru æfðar munnlega og skriflega. Samhliða annari vinnu lesa nemendur einfalda skáldsögu og leysa ýmis verkefni út frá henni. Einnig er myndefni fléttað inn í kennsluna eftir föngum. Sérstök áhersla er lögð á menningu og staðhætti spænskumælandi landa þar sem nemendur velja sér m.a. ákveðin umfjöllunarefni og kynna fyrir samnemendum. Hvatt er til aukins sjálfstæðis nemenda í vinnubrögðum og að þeir nýti sér ýmis hjálpargögn, s.s. orðabækur, málfræðibækur og netið við upplýsingaöflun. 

Slóð á áfanga í námskrá