STÆR3TF05 - Ályktunartölfræði

Líkindareikningur: Helstu líkindadreifingar og útreikningar tengdir þeim. Tölfræði: Fylgnihugtakið, ályktunartölfræði, grunnatriði úrtaksfræði. Megin markgildissetning tölfræðinnar. Tilgátur og prófanir. Framsetning gagna með sérhæfðum tölfræðiforritum og töflureiknum. Nemendur velja sér rannsóknarefni sem þeir skoða í grunninn. Þeir nýta sér alla lærdómsþætti áfangans til að gera rannsóknarefni sínu skil. 

Slóð á áfanga í námskrá