STAR1ST05 - Starfsferill

Í áfanganum kynnast nemendur helstu atvinnufyrirtækjum í nærsamfélaginu og þeim möguleikum sem þau bjóða upp á með tilliti til atvinnuþátttöku. Nemendur fá kynningu á helstu reglum (skrifuðum sem óskrifuðum) sem gilda á vinnustöðum og farið verður yfir almenn samskipti á vinnustað. Nemendur fá fræðslu um réttindi og skyldur starfsmanna á almennum vinnumarkaði og farið verður yfir almenna öryggis- og hollustuhætti á vinnustöðum.

Slóð á áfanga í námskrá