STAÞ1AB20 - Starfsþjálfun I í múraraiðn

Áfanginn felur í sér starfsþjálfun á námssamningi þar sem nemandi beitir þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem hann hefur aflað sér í náminu til þessa. Kröfur í starfsþjálfun aukast stig af stigi. Að loknu námi í skóla, starfsþjálfun og fullnægjandi útfylltri ferilbók er neminn tilbúinn í sveinspróf. Á 1. þrepi er aðstoð mikil og gert ráð fyrir að nemandi vinni undir leiðbeinandi fyrirmælum meistara. Sjálfstæði nemanda eykst síðan eftir því sem á námið líður. Á 1. þrepi kynnist nemandi vinnustað og verksviðum fagsins, helstu öryggisatriðum og þeim efnum og áhöldum sem tilheyra faginu. Í lok áfangans er ætlast til að hann hafi færni til að hefja nám á 2. þrepi starfsþjálfunar. 

Slóð á áfanga í námskrá