STAÞ3EB30 - Starfsþjálfun V í múraraiðn

Áfanginn felur í sér starfsþjálfun á námssamningi þar sem nemandinn beitir þeirri þekkingu og hæfni sem hann hefur aflað sér í námi. Kröfur í starfsþjálfun aukast stig af stigi. Að loknu námi í skóla, starfsþjálfun og fullnægjandi útfylltri ferilbók er neminn tilbúinn í sveinspróf. Á 3. þrepi er dregið úr aðstoð eins og mögulegt er, nemandi vinnur nú sjálfstætt en tilsögn veitt þegar um er beðið. Á 3. þrepi hefur nemandi þekkingu á verksviðum fagsins, hann beitir áhöldum og notar efni sem snerta fagið af öryggi. Hann vinnur með viðurkenndu verklagi samkvæmt öryggisreglum og fylgir hönnunargögnum. Hann getur unnið samkvæmt gæðakröfum og metið eigin verk og annarra. Í lok áfangans er nemandi tilbúinn í sveinspróf. 

Slóð á áfanga í námskrá