STJÓ3ST05 - Stjórnmálafræði

Farið er yfir helstu einkenni íslenskra stjórnmálaflokka og stjórnkerfis í samhengi við byggða- og samfélagsþróun eftir 1900 og fjallað um hugmyndafræði flokkanna í alþjóðlegu samhengi. Íslenska valdkerfið skoðað, þrískipting ríkisvaldsins, stjórnarskráin og samspil helstu valdþátta. Markmiðið er að nemendur þekki í grófum dráttum sögu og einkenni íslenska stjórnkerfisins og flokkanna, skilji hvernig valdaþættir spila saman og viti hvar helstu átakalínur liggja. Efnið á að auðvelda nemendum að leggja gagnrýnið mat á álitaefni stjórnmálanna og taka þátt í lýðræðislegri umræðu á upplýstan hátt. Í og utan kennslustunda verða gerð fjölmörg verkefni þar sem oft reynir á eigin heimildaöflun og gagnrýnið mat á heimildum. Áhersla er lögð á að fjalla um málefni sem efst eru á baugi í stjórnmálum, efnahagsmálum og félagsmálum og tengja við málefni sem nemendur hafa sérstakan áhuga á. 

Slóð á áfanga í námskrá