TEIK3CB05 - Teikningar og verklýsingar III - Múraraiðn

Í áfanganum læra nemendur teikningalestur og teikningu loftræstra útveggjaklæðninga með náttúrusteini og keramikflísum auk stigateikningar. Jafnframt er fjallað um byggingar og mannvirki úr forsteyptum einingum. Eins og áður er lögð áhersla á hönnunarforsendur í reglugerðum og stöðlum, verklýsingar með tilliti til efniskrafna og aðferða, fagheiti, teiknitákn m.m. Nemendur kynnast notkun tölvutækni við lestur og miðlun uppdrátta og annarra hönnunargagna. Kennslan byggir á verkefnavinnu ásamt fræðslu og upplýsingum frá kennara. 

Slóð á áfanga í námskrá