ÞÝSK1BE05 - Berlínaráfangi

Í þessum valáfanga í þýsku er höfuðborg Þýskalands, Berlín, tekin til umfjöllunar. Fjallað er um sögu og menningu borgarinnar frá ýmsum sjónarhornum og vinna nemendur verkefni jafnframt því sem þeir afla upplýsinga. Áfanganum lýkur með nokkurra daga ferð til Berlínar í vor. Nemendur skipuleggja ferðina undir handleiðslu kennara. Í upphafi áfangans verða teknar ákvarðanir um fjáröflun og aðra praktíska hluti sem tengjast ferðinni.

Slóð á áfanga í námskrá