TNTÆ1AR04 - Tölvu- og nettækni - tölvur

Í áfanganum kynnast nemendur samsetningu einkatölvu. Farið er í byggingarhluta tölvu og hlutverk þeirra. Gengið er frá uppsetningu á stýrikerfi og notendahugbúnaði fyrir tölvu. Sett er upp sýndarvél með Linux stýrikerfi. Unnið er með grunnskipanir í Linux. Einnig kynnast nemendur uppsetningu á stýrikerfi fyrir smátölvuna Raspberry Pi, tengjast henni remote ásamt grunnatriðum í að stýra GIPO, inn- og útgangspinnum hennar. Nemendur kynnast rökhugtökum, helstu hliðum og mismunandi talnakerfum. Nemendur læri Boole-framsetningu og teiknistaðla. Kynntar eru reikniaðferðir rökrása og kóðar. Nemendur læra að nota sannleikstöflur og bólskar-jöfnur til að skilgreina virkni rökrása. 

Slóð á áfanga í námskrá