TNTÆ2BR04 - Tölvu- og nettækni - rökrásir

Í áfanganum þjálfast nemendur í notkun sannleikstaflna. Læra að nota bólska algebru og Karnaugh-kort til þess að hanna og einfalda rökrásir. Þeir kynnast samrásum og virkni þeirra sbr.: samlagningarrás (Adder), samanburðarrás (Comparator), línufækkari/fjölgari (Mux/Demux), kóðabreytir (Decoder), línuveljari (Encoder). Hermiforrit eru notuð við prófun rása. Lögð er áhersla á að nemendur geti hannað rásir annað hvort fyrir prentplötu eða á brauðbretti, komið fyrir íhlutum og prófað, einnig að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota t.d í skynjararásum.

Slóð á áfanga í námskrá