UPPE2AL05 - Almenn uppeldisfræði

Í áfanganum er fjallað um uppeldis- og menntunarfræði sem hagnýta fræðigrein. Lögð er áhersla á að efla skilning á mikilvægi uppeldis og menntunar í samfélaginu. Farið verður í nokkur vel valin viðfangsefni greinarinnar eins og sögu hennar, hugmyndir fræðimanna og grunnkenningar um þroskaferil mannsins og eðli menntunar. Nemendur eiga auk þess að kynna sér vel starfsemi og hugmyndafræði uppeldis- og menntastofnanna hér á landi. 

Slóð á áfanga í námskrá