VÉLS3DV04 - Vélstjórn 4

Nemendur þjálfast í keyrslu vélarúms og vélbúnaðar. Með vélhermum kynnast nemendur daglegum rekstri vélarúms, frá köldu skipi til fullrar aflnotkunar. Viðbrögð við bilunum eru þjálfuð. Nemendur ræsa allan búnað vélarúmsins og reka það með hjálp viðvörunarkerfa hermisins í tilgreindan tima. Þeir bregðast við gangtruflunum, greina bilanir og koma búnaðinum í rétt horf. Nemendur öðlast hagnýta verklega þjálfun við stjórn á brunavél ásamt viðeigandi stoðkerfum í vélhermi. Þeir annast allan daglegan rekstur vélarúms frá stjórnstöð, sinna bilanagreiningu og nýta sér upplýsingar frá framleiðendum, afgasvaka og viðvörunarkerfi til að tryggja öruggan rekstur vélarúmsins. 

Slóð á áfanga í námskrá