VINN3GH08 - Verknám á sérdeildum

Vinnustaðanámið/verknámið fer fram á sérdeildum s.s. gjörgæsludeildum, kvennadeild, endurhæfingardeildum, líknardeildum, geðdeildum eða heilsugælustöðvum og í heimahjúkrun. Verklegur hluti áfangans er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Nemendur vinna jafnframt verkefni tengt viðfangsefnum vinnustaðanámsins. Kennari áfangans, sjúkraliði/leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi skal skipuleggja hjúkrunarstörf sín í samvinnu við leiðbeinanda og geta yfirfært bóklega þekkingu á hjúkrunarviðfangsefni sem hann vinnur við á deildinni. Nemandinn skal fá þjálfun í því að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og geta forgangsraðað verkefnum sínum með þarfir skjólstæðinga að leiðarljósi. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi fylla út gátlista og ferilbók um unna verkþætti. 

Slóð á áfanga í námskrá