04.10.2020
Nú er búið að setja á neyðarstig almannavarna í landinu og sóttvarnaraðgerðir í framhaldsskólum hafa verið hertar. Á morgun, mánudag, færast kennslustundir í bóknámi sem áttu að vera upp í skóla yfir á Teams. Nemendur sem stunda nám á starfsbraut og nemendur sem eru í verklegum áföngum mæta samkvæmt nánari fyrirmælum kennara. Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með á Innu.
Starfsmenn FÍV
04.09.2020
Hér kemur hlekkur á sóttvarnarreglur FÍV
21.08.2020
Kæru nemendur
Við tókum á móti nýnemum í morgun og farið var yfir hvernig fyrirkomulagið verður næstu vikur.
Skólinn hefst mánudaginn 24. ágúst kl: 8:00 samkvæmt stundaskrá.
Eins og þið öll vitið er skólastarf með öðrum hætti nú vegna Covid-19.
Öll verðum við að gæta þess að halda 1 metra fjarlægð við næsta mann og þvo og sótthreinsa hendur reglulega.
21.08.2020
Skólinn hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24.08.2020
14.08.2020
Kennsla hefst 24. ágúst, nýnemadagar 20-21 ágúst.
28.05.2020
Innritun í Framhaldsskólan í Vestmannaeyjum stendur yfir og er rafræn.